Globe Speciality Metals Inc. (GSM), sem tilkynnti nýverið að það ætli að byggja kísilver í Helguvík, segir að framleiðslan verði ein ódýrasta kísilframleiðsla í hinum vestræna heimi. Þá sé hún sú allra ódýrasta sem starfa muni í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSM sem send var út á markaðinn í Bandaríkjunum en GSM er skráð í Nasdaq kauphöllina þar í landi.

Skattaívilnanir, ódýr orka og veik króna

Það sem gerir verkefnið jafn hagkvæmt og raun ber vitni er þrennt: hagfelldir orkusamningar, lágt gengi krónunnar og hagstæðir fjárfestingarsamningar sem gerðir voru við íslenska ríkið og Reykjanesbæ. Í glærukynningu sem GSM hélt segir meðal annars að í fjárfestingarsamningunum hafi meðal annars falist stuðningur sveitarfélaga og ríkis í formi skattaívilnana og undanþágu frá hækkunum á gjöldum. Þar stendur einnig að „íslenskt rafmagn er með því samkeppnishæfasta í iðnaðarheiminum“. Það þýðir á mannamáli að íslensk orka er ódýr.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.