Í nýútgefinni skýrslu OECD ríkjanna segir að merki séu um að aðhald ríkisstjórnar Íslands og breytt viðhorf erlendra fjárfesta hafi sett af stað bataferli íslenska hagkerfisins, enda sé kominn tími til.

Spáð er að hagvöxtur minnki á næstu ársfjórðungum, en þó segir að ójafnvægi efnahagsins verði áfram talsvert á næstu misserum. Því sé helsta viðfangsefni stjórnvalda að leiðrétta það, svo að óróleiki á fjármálamarkaði komi ekki veg fyrir efnahagsbatann.

Segir í skýrslunni að líklegt sé að herða þurfi frekar á aðhaldiverðbólgumarkmið náist. Í skýrslunni segir að fjármálastefnan ætti ekki að auka við einkaneyslu og mæta þurfi þensluáhrifum fyrirhugaðra skattalækkana með aðhaldi, svo lengi sem engin skýr merki séu um að efnahagurinn hafi kólnað á ný.