Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað á mörkuðum í morgun og virðist hökta við 70 til 72 dollara markið.

Hjá Brent í London er verðið nú 72,27 dollar á tunnu, en hefur farið lægst í 71,68 dollara í viðskiptum dagsins. Á hrávörumarkaði í New York er svipaða sögu að segja. Þar er verðið þessa stundina skráð á 69,66 dollara fyrir tunnuna, en hefur farið lægst í 68,84 dollara í morgun.