Fréttir af vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hizbollah hafa róað olíumarkaðinn að einhverju leyti og líkur á framboðsskelli frá Miðausturlöndum taldar minni, segir greiningardeild Landsbankans.

Olíuframboð Miðausturlanda nemur þriðjungi af heimsframleiðslunni.

Tilkynnt hafði verið um að olíuframleiðsla BP í Alaska myndi minnka verulega vegna viðgerða á olíuleiðslum fyrirtækisins, en BP hefur nú tilkynnt að helmingi framleiðslunnar verði haldið áfram á meðan viðgerðirnar standa yfir, þær fregnir drógu úr þeirri miklu hækkun sem varð á markaðnum í síðustu viku, sagði greiningardeildin.

Olíutunna á markaði í New York nam 72,95 USD síðdegis og náði lægst 72,9 USD í dag. Olíuverð hefur nú lækkað um 5,2% á innan við viku.