Olíuverð hefur hægt og rólega farið hækkandi að undanförnu og hefur það nú ekki verið hærra síðan í byrjun desembermánaðar.

Kostar nú tunnan af Brent Norðursjávarolíu um 65 dali og hefur verðið hækkað um 9 dali síðan í marsmánuði. Minni framleiðsla leirsteinsolíu í Bandaríkjunum og átökum í Jemen eru talin helstu áhrifavaldar hækkunarinnar. Greiningaraðilar á olíumarkaði telja að verð á olíutunnu kunni að fara upp í 70 dali á næstunni.

Olíurisarnir BP, Shell og Exxon Mobil munu birta uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung á næstu dögum og er búist við miklum samdrætti í hagnaði félaganna, enda hefur olíuverð verið afar lágt á tímabilinu.