Þorgeir Ingi Njálsson, settur umboðsmaður Alþingis, segir að stjórnvöld hafi ekki farið að lögum við úthlutun makrílkvóta á árunum 2011 til 2013. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Telur hann rétt að vekja athygli Alþingis á hugsanlegri lagabreytingu til að skýra betur heimildir stjórnvalda í fiskveiðistjórnunarmálum.

Málið var tekið fyrir af umboðsmanni Alþingis eftir kvörtun frá Ísfélagi Vestmannaeyja og Vinnslustöðinni sem barst árið 2012 og 2013. Þá hafi úthlutun makrílkvóta í sjávarútvegsráðherratíð Jóns Bjarnasonar túlkað veiðireynslu með þeim hætti að hún ætti að miðast við þrjú bestu veiðitímabil á undangengnum sex veiðitímabilum. Umboðsmaður bendir hins vegar á að samkvæmt sömu lagagrein og sjávarútvegsráðuneytið hafði vísað til væri hægt að túlka veiðreynslu út frá árafjölda en ekki veiðitímabilum.