*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Fólk 5. janúar 2018 08:30

Ómar Hauksson til Hype

Nýr starfsmaður auglýsingastofunnar Hype hefur m.a. unnið hjá Hvíta húsinu, Fíton og Íslensku auglýsingastofunni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Auglýsingastofan Hype hefur ráðið Ómar Hauksson í starf grafísks hönnuðar. Ómar býr yfir mikilli reynslu úr auglýsingageiranum og hefur hann starfað sem grafískur hönnuður og hugmyndasmiður hjá Hvíta Húsinu, Fíton (Janúar/Pipar TBWA) og Íslensku auglýsingastofunni að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

 „Við erum í skýjunum með það að fá Ómar til liðs við okkur.“ Segir Páll Guðbrandsson framkvæmdastjóri Hype. „Við erum að upplifa gríðarlegan vöxt hér hjá Hype og ekki síst í teiknideildinni. Þar sem allir hagvísar hjá Hype fyrir 2018 eru upp á við er gríðarlega sterkt að fá inn aðila með þá hæfileika og reynslu sem Ómar býr yfir.“

Úr Breiðholti og notar VHS

Ómar er uppalinn Breiðhyltingur og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá LHÍ 2007. Auk starfa sinna á helstu auglýsingastofum landsins hefur hann verið afkastamikill í hönnun kvikmyndaplakata enda mikill áhugamaður um kvikmyndir.

Tölvuleikir, VHS og gömul leikföng eru Ómari hugleikin og á hann tvö VHS tæki sem eru í reglulegri notkun. Ómar er kvæntur Nönnu Þórdísi Árnadóttur og saman eiga þau tvö börn ásamt 3 börnum Nönnu Þórdísar.

Um Hype

Hype er fimm ára gömul auglýsingastofa með stafrænan fókus. Hype er fjölhæf stofa sem sameinar afburða getu í hefðbundnum markaðsaðgerðum við þekkingu á nýmiðlun og stafrænum lausnum. Hjá fyrirtækinu starfa nú sex manns og er Hype með höfuðstöðvar í Hlíðarsmára 2.