Bandaríski lyfjarisinn Pfizer mun veita samtökunum Medicines Patent Pool (MPP), sem er styrkt af Sameinuðu þjóðunum, leyfi á framleiðslu Covid-19 veirulyfs í pilluformi. Samkomulagið við MPP á að auka framboð af bóluefninu í lágtekju- og meðaltekjulöndum, samkvæmt tilkynningu Pfizer.

Rannsókn framkvæmd af starfsmönnum Pfizer leiddi í ljós að veirulyfið dregur úr líkum á spítalainnlögnum eða dauðsföllum um 89% ef innbyrt er lyfið innan þriggja daga frá sjúkdómsgreiningu.

Leyfisveitingin gerir MPP kleift að vinna með öðrum lyfjaframleiðendum til að framleiða pilluna fyrir notkun í 95 löndum, þar á meðal suðurhluta Afríku. MPP gerir ráð fyrir að starfa með í það minnsta tólf samheitalyfjaframleiðendum og vonast er að þetta samkomulag tryggi lægri verð í þessum löndum.

Samtökin höfðu áður náð sambærilegu samkomulagi við lyfjafyrirtækið Merck og líftæknifyrirætkið Ridgeback Biotherapeutics varðandi lyfið molnupiravir sem notað er til að meðhöndla Covid-19 sýkingar. Merck hefur einnig veitt samheitalyfjaframleiðendum leyfi til að framleiða lyfið í Indland, samkvæmt grein WSJ .