Valdimar Ármann hóf nýlega störf hjá verðbréfafyrirtækinu GAM Management, GAMMA, og er verðtryggingunni vel kunnugur. Valdimar starfaði um 6 ára skeið í Lundúnum og New York við miðlun og fjárfestingar í verðtryggðum afleiðum og skuldabréfum, bæði hjá ABN Amro og síðar The Royal Bank of Scotland.

Valdimar segir að hér á landi hafi aldrei verið neitt val fyrir einstaklinga í þessum málum, þ.e.a.s. einstaklingar hafi ekki haft valkost um að taka óverðtryggt íbúðarlán eða verðtryggt.

„Ég tel þó að þetta verðtryggða lánstökuform til húsnæðiskaupa eigi mjög góðan rétt á sér,“ segir Valdimar.

„Ef einstaklingur tekur verðtryggt jafngreiðslulán til 25 til 30 ára og ber það síðan saman við lán sem er óverðtryggt, þá mun greiðslan á verðtryggða láninu vera talsvert lægri fyrstu árin af því að einstaklingurinn er í raun að fresta greiðslum á verðbólgunni út líftímann.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .