Þóranna Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vistor. Þóranna starfaði áður sem lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og gegndi þar stöðu aðstoðardeildarforseta og síðar forstöðumanns BS náms. Þóranna lauk kandítatsgráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1994, MBA gráðu frá IESE í Barcelóna árið 1998 og stundar nú doktorsnám á sviði stjórnunar við Cranfield University í Bretalandi.

Vistor er forystufyrirtæki í innflutningi, markaðssetningu og dreifingu á lyfjum, lækningatækjum og rannsóknar- og hjúkrunarvörum frá mörgum af virtustu framleiðendum heims. Hjá félaginu starfa um 130 manns og hefur stór hluti þeirra víðtæka reynslu og sérmenntun á heilbrigðissviði. Velta félagsins á þessu ári er áætluð um 5,1 milljarður kr.