Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að haldinn verði opinn fundur hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með þeim aðilum sem bera ábyrgð á skýrslu lögreglunnar um búsáhaldabyltinguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni.

Óskar hún jafnframt eftir því að boðaðir verði á fundinn þeir aðilar innan lögreglunnar sem beri ábyrgð á söfnun upplýsinga um mótmælendur er varði t.d. þeirra stjórnmálaskoðanir og fjölskyldutengsl.

Segir Birgitta að slíkt eigi ekki að viðgangast í lýðræðisríki. Óskar hún eftir að fundurinn verði haldinn sem allra fyrst.