Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Kviku banka hafa borist ó­skuld­bindandi til­boð í Tryggingar­fé­lagið TM en sölu­ferli bankans hófst í lok nóvember.

„Stjórn bankans hefur lagt mat á til­boðin og í kjöl­farið á­kveðið að bjóða fjórum aðilum að halda á­fram í sölu­ferlinu og veita þeim að­gengi að á­reiðan­leika­könnunum og frekari upp­lýsingum.Ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framan­greint ferli muni leiða til skuld­bindandi til­boða í TM, sem gæti lokið með sölu á fé­laginu í heild eða skráningu í kaup­höll,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningunni.

Sam­kvæmt til­kynningunni í nóvember hyggst Kvika selja allt úti­standandi hluta­fé í TM eða selja hlut í fé­laginu til kjöl­festu­fjár­festa sem kann að leiða til skráningar.

Gengi bankans hefur hækkað rúm 23% frá því lok nóvember en hluta­bréfa­verð bankans hefur hækkað um 2% í 269 milljón króna við­skiptum.

Velta með bréf bankans hefur aukist til muna síðastliðinn mánuð tíu af stærstu þrjátíu viðskiptadögum ársins miðað við veltu voru í desember.

Velta með bréf bankans frá 22. nóvember til 21. desember nam 12,1 milljarði króna. Veltan milli 22. október til 21. nóvember nam ekki nema 3,3 milljörðum króna.