Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda í hádeginu í dag. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru aflandsfélög og hæfi ráðherra.

Þingfundur mun hefjast klukkan 15:00 í dag en óundirbúinn fyrirspurnir eru meðal dagskrárliða. Bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa boðað komu sína á þingfundinn.

Einnig hefur verið boðað til mótmæla við Austurvöll klukkan 17 í dag til að krefjast afsagnar forsætisráðherra, en um 7.700 hafa boðað komu sína á Facebook.