Pétur Thor Gunnarsson
Pétur Thor Gunnarsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Pétur Thor Gunnarsson, sem starfað hefur sem sölu- og markaðsstjóri Freyju síðan 2015, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ævar Guðmundsson eigandi Freyju og fráfarandi framkvæmdastjóri tekur að sér starf stjórnarformanns.

Pétur Thor er viðskiptafræðingur að mennt með áherslu á alþjóðamarkaðsfræði. Hann hefur starfað á íslenskum dagvörumarkaði í 24 ár og hefur víðtæka reynslu á því sviði. Pétur Thor hóf störf 18 ára hjá Ölgerðinni og starfaði þar við nánast öll störf er tengdust söludeild fyrirtækisins allt þar til hann hætti störfum þar í lok árs 2014 þá sem sölu- og rekstrarstjóri.

Pétur Thor hóf störf hjá Freyju í byrjun árs 2015 sem sölu- og markaðsstjóri og gengdi því starfi í u.þ.b. eitt ár eða þangað til hann hóf að einbeita sér meira að ýmsum verkefnum er snérust að rekstri fyrirtækisins. Síðan þá hefur Pétur Thor komið meira og meira að flest öllum þáttum í daglegum rekstri félagsins.

„Freyja er íslenskt fjölskyldufyriræki sem hefur verið starfandi í 102 ár og í eigu sömu fjölskyldunnar í 40 ár á þessu ári og margar ef ekki flestar af vörum fyrirtækisins eru stór partur af íslenskri matarmenningu og einfaldlega greyptar í þjóðarsálina. Það eru mörg krefjandi verkefni framundan og það verður spennandi og skemmtilegt að fá að taka þátt í þeim,“ segir Pétur.

Pétur Thor er B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann er giftur Erlu Rós Gylfadóttur hugbúnaðasérfræðingi hjá Reiknistofu bankanna og eiga þau þrjú börn.