Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius hefur verið fundinn sekur um manndráp. Dómur í máli hans féll í dag. Pistorius skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Suður-Afríku í fyrravor. Hann hefur ætíð haldið því fram að hann hafi talið innbrotsþjóf hafa komist inn um glugga á heimilinu og hafa verið að athafna sig inni á baðherbergi í húsinu. Lokað var inn á baðherbergið og skaut Pistorius blindandi í gegnum hurðina.

Fram kom í máli dómarans að ekki hafi verið sýnt fram á að Pistorius hafi ætlað sér að bana unnustu sinni. Hann var sýknaður af manndráp af ásetningi í gær.

Breska útvarpið ( BBC ) segir Pistoriius geta átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm. Líklegt þyki að hann verði vægari eða á bilinu 7-10 ár.

Pistorius auglýsti gervifætur stoðtækjafyrirtækisins Össurar og notaði þá í hlaupum sínum. Eftir að hann var ákærður fyrir manndráp voru auglýsingar með honum teknar niður og hætt að hafa hann í þeim.