Vladimir Pútin, forseti Rússlands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu saman í síma í dag. Þetta segir í fréttatilkynningu sem rússnesk stjórnvöld sendu frá sér eftir símtalið og norski vefurinn e24 greinir frá. Samkvæmt fréttatilkynningunni lagði Pútin áherslu á að Úkraínumenn myndu gæta hagsmuna allra aðila í Úkraínu, Úkraínumanna sem og annarra.

Þá hvatti Pútin til þess að Úkraínumenn tæku tillit til þarfa íbúa í sjálfsstjórnarhéraðinu Transnistriu, sem er við landamæri Úkraínu, þar sem íbúar eru flestir rússneskir.

Þýsk stjórnvöld segja að Pútin hafi líka lagt áherslu á að Rússar ætluðu sér að draga herlið sitt til baka frá landamærum Úkraínu.