PricewaterhouseCoopers á Íslandi er stefnt af slitastjórn Glitnis fyrir að skrifa upp á ársreikning Glitnis fyrir árið 2007 og hálfsársuppgjör bankans árið 2008 án athugasemda. Í stefnunni kemur skýrt fram að slitastjórn telur að PwC hefði átt að vera ljóst að staða Glitnis var fjarri því sem hún var sögð í opinberum reikningum bankans.

Slitastjórnin stefnir PwC einnig á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi skrifað upp á svokallað „Comfort letter“ um stöðu Glitnis áður en bankinn fór í skuldabréfaútboð í New York í september 2007 þar sem seld voru bréf fyrir milljarð dali á nafnvirði.

Slitastjórnin vill meina að umrætt bréf hafi aukið tiltrú þeirra sem keyptu skuldabréfin. Samkvæmt íslenskum lögum eru allir endurskoðendur með starfsábyrgðartryggingu sem nær yfir það tjón sem störf þeirra geta valdið.

PwC International hefur verið upplýst um málið

PWC á Íslandi er hluti af PwC International Limited, stærsta endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki í heimi. Reynir Vignir, framkvæmdastjóri PwC á Íslandi, segir að  PwC International hafi verið upplýst um stöðu málsins. „Það var gert af okkur um leið og stefnan birtist og er samkvæmt verklagsreglum PwC. Þeir hafa lesið stefnuna en það er algjörlega á okkar höndum að taka til varna í málinu. Við munum leita aðstoðar hjá lögfræðideild PwC International eftir því sem að við á.“ _____________________________

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .