Bláa Lónið ráðgerir að opna fjórar verslanir erlendis á þessu ári og að sögn Gríms Sæmundsen, forstjóra félagsins, markar það upphafið að markaðssókn Bláa Lónsins erlendis. Fjárfesting í því verkefni og undirbúningi þess hefur numið 200 milljónum króna á síðustu tveimur árum og er ætlunin að verja 400 milljónum króna til viðbótar á næstu tveimur árum.

Fyrir nokkrum vikum var fyrsta verslun félagsins opnuð í  Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og í framhaldi þess verða opnaðar verslanir í Stokkhólmi, Osló og London. Allstaðar verða verslanirnar settar upp í áberandi vöruhúsum og má sem dæmi taka að verslunin í London verður í hinu þekkta Selfridges vöruhúsi á Oxford Street þar sem opnað verður í sumar og sagðist Grímur líta á  það sem stóra skrefið. Með þessum verslunum hyggst félagið styrkja stöðu vörumerkisins og ná áberandi staðsetningu í borgunum.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.