*

laugardagur, 24. júlí 2021
Fólk 15. febrúar 2016 10:10

Ragna Árnadóttir í stjórn Sagafilm

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Vala Halldórsdóttir þróunarstjóri Plain Vanilla taka sæti í stjórn Sagafilm.

Ritstjórn
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og stjórnarmaður Sagafilm.
Haraldur Guðjónsson

Fjölgað hefur í stjórn Sagafilm, en tvær konur hafa tekið sæti í fimm manna stjórn félagsins, þær Ragna Árnadóttir og Vala Halldórsdóttir.

Ragna var dómsmálaráðherra á árunum 2009 til 2010 en hún er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Vala er með B.Sc. próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og er þróunarstjóri Plain Vanilla. Vala leikstýrði meðal annars heimildamyndinni Startup kids og framleiddi spilið Heilaspuna.

Aðrir stjórnarmenn eru Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic, Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm og Ragnar Agnarsson, sem jafnframt er formaður stjórnar.

Einnig hafa verið gerðar breytingar á rekstri Sagafilm. Tækjaleigan Luxor og viðburðafyrirtækið Sagaevents sem áður voru deildir innan Sagafilm verða nú rekin sem sér einingar. 

Stikkorð: Sagafilm