*

mánudagur, 8. mars 2021
Innlent 23. janúar 2021 13:45

Raunávöxtun lífeyrissjóða 9% í fyrra

Ávöxtunin er langt yfir 3,5% viðmiði sjóðanna, en þó undir raunávöxtun ársins 2019 sem nam 11,8%.

Ritstjórn
Þórey S. Þórðardóttir, formaður Landssambands Lífeyrissjóða.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða nam 9% að meðaltali á síðsta ári, samkvæmt áætlun Landssamtaka lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna.

Ávöxtunin er langt umfram ávöxtunarviðmið sjóðanna, 3,5%, en þó lægri en árið 2019, þegar hún nam 11,8%.

Erlendar eignir sjóðanna námu 34% af heild í lok nóvember og höfðu aldrei verið hærra hlutfall. Hlutfallið er sagt hafa hækkað mikið á árinu, bæði vegna hækkandi hlutabréfaverðs erlendis og veikingar krónunnar.

Innlendar eignir eru eignir sagðar hafa skilað ágætri ávöxtun – þó lægri en erlendar – en hvorugt er tilgreint nánar.

Sérstakar útgreiðslur séreignasparnaðar vegna heimsfaraldursins höfðu numið 24,5 milljörðum króna þann 7. janúar síðastliðinn, og er gert ráð fyrir að 3,8 milljarðar til viðbótar verði greiddir út fram til mars 2022.