© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Ársfjórðungsuppgjör Össurar verður birts næstkomandi fimmtudag. IFS greining hefur spáð fyrir um niðurstöður uppgjörsins. Spáð er að uppgjörið muni einkennast af miklum söluvexti líkt og síðustu uppgjör Össurar.

Þá er reiknað við með 20,0% EBITDA framlegð og að velta verði sú mesta frá upphafi eða um 99,4 milljónir dollara. Það þýðir um 10,4% söluvöxt í staðbundinni mynt á milli ára. EBITDA stendur fyrir afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. Hagnaður eftir skatta á fjórðungnum verður 9,6 milljónir dollara samkvæmt spánni, samanborið við 13,6 milljónir dollara á öðrum ársfjórðungi ársins 2010 sem var einhver besti ársfjórðungur félagsins frá upphafi.


Endurmetin afkomuspá 2011

IFS greining hefur endurskoðað fyrri afkomuspá sína fyrir 2011. Veltuspá hefur verið hækkuð úr 5,1% í 8,8%. Hækkað hefur verið framlegðarhlutfall fyrir árið úr 61,7% í 62,8%. Hins vegar lækkar EBITDA-hlutfall í 20% af tekjum samanborið við 20,9% í upphaflegri spá sökum aukins sölu- og stjórnunarkostnaðar á milli tímabila.

Til samanburðar hljóðar áætlun stjórnenda upp á 20-21% EBITDA-hlutfall fyrir árið. Á fyrsta ársfjórðungi var EBTIDA-framlegð leiðrétt 19,3% af sölu en EBITDA-hlutfallið var 20,7% árið 2010.

Össur
Össur
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Söluvöxtur

Á síðustu tveimur ársfjórðungum hefur verið yfir 10% söluvöxtur á milli ára. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í spelkum og stuðningsvörum (B&S). Bandaríkin hafa dregið vagninn í þeim efnum þar sem markaðshlutdeild félagsins hefur aukist og söluvöxtur verið mjög góður samhliða fjárfestingum í sölu- og markaðskerfi. Vöxturinn í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku (EMEA) var hóflegur á sama tíma. IFS greining reiknar áfram með góðum vexti í stuðningsvörum í Bandaríkjunum. Um 54% af heildarveltu Össurar koma frá B&S og 41% frá stoðtækjum. Heldur minni vöxtur hefur almennt verið í stoðtækjunum þar sem samkeppni er meiri en síðasti fjórðungur var góður í EMEA.