„Á morgun koma fulltrúar frá ráðuneytinu sem má segja að séu höfundar og reiknimeistarar að veiðileyfagjöldunum. Þeir munu þar útskýra sínar hliðar og þær forsendur sem þar liggja að baki,“ segir Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

Gagnrýnt hefur verið að yfirvöld hafi ekki gert þessa útreikninga aðgengilega en hafi á sama tíma gagnrýnt niðurstöður þeirra sem tekið hafi málið til umfjöllunar. Frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðgjald er nú í meðferð hjá atvinnuveganefnd.

Atvinnuveganefnd hefur einnig hitt fulltrúa Deloitte sem kynntu þeim niðurstöður rannsóknar sinnar á áhrifum frumvarpsins á sjávarútvegsfyrirtæki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.