Infocapital, fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, fer með „vel rúmlega helmingshlut“ í Gavia Invest, nýstofnuðu fjárfestingafélagi um kaup á hlutum í Sýn.

Gavia Invest varð stærsti hluthafi Sýnar í byrjun síðustu viku þegar það keypti ríflega 16% hlut fyrir um 2,7 milljarða króna. Mestu munaði um kaup á öllum 12,7% hlut Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, í félaginu sem tilkynnti samhliða því nokkuð óvánæt að hann mynd láta af störfum sem forstjóri. Jón Skaftason fjárfestir leiðir Gavia fjárfestahópinn þó að Reynir fari með meirihluta í félaginu.

Reynir segir í viðtali við Viðskiptablaðið sem kemur út á morgun lengi talið Sýn vera vanmetið félag. Hann hafi fylgst vel með rekstri Sýnar á síðustu árum enda hafi hann þekkt Heiðar frá því fyrir aldamót. „Ég hef fylgst vel með þessu hjá honum og undrast að félagið sé ekki metið hærra. Það er svo mikið af flottum eignum og rosalegur mannauður í þessu fyrirtæki."

Í viðtalinu fer Reynir yfir aðdraganda kaupanna, framtíðarsýn Gavia fyrir Sýn og stjórnarkjör sem framundan er hjá félaginu.

Nánar er rætt við Reyni í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið en í blaðinu er einnig fjallað um:

  • Náttúruhamfaratryggingar Íslands eru vel undirbúnar fyrir eldgosið á Reykjanesi.
  • Landeigendur á Kjalarnesi og Vegagerðin í deilum vegna eignarnáms.
  • Fjallað er um nýlegar fjárfestingar Björgólfs Thors Björgólfssonar í Suður-Ameríku.
  • Fjallað er um verktakafyrirtækið VHE sem hefur náð jafnvægi í rekstri sínum eftir hremmingar á síðustu árum.
  • Nýr skemmtistaður mun opna í miðbæ Reykjavíkur í ágúst.
  • Rætt er við Jón Heiðar Ragnheiðarson nýjan sérfræðing í stafrænni markaðssetningu hjá Controlant.
  • Farið yfir rekstur bankanna að undanförnu sem skilað hafa nokkuð misjafnri arðsemi.
  • Huginn og muninn er á sínum stað sem og Týr sem skrifar um leigubílstjóra undir áhrifum ofskynjunarefna og umsögn þeirra um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur