Reynir Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugleiðsögu- og flugvallasviðs Flugmálastjórnar Íslands.  Reynir er 43 ára rafmagnsverkfræðingur og með próf í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endurmenntunarstofnun  Háskóla Íslands.  Reynir starfaði að flugleiðsögu- og flugvallamálum sem starfsmaður danska ráðgjafafyrirtækisins Integra Consult A/S til árisins 2006 og hjá Flugmálastjórn Íslands kerfisdeild flugumferðasviðs á níunda áratugnum.  Reynir kemur frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann hefur verið verkefnisstjóri gagnaveitunnar. Reynir var einn tólf umsækjanda um stöðuna.

Breytingar hafa nú verið gerðar á skipuriti Flugmálastjórnar Íslands með því að færa stjórnsýslu, vottun og eftirlit með flugleiðsögu- og flugvöllum undir eitt svið. Það er gert til þess að leggja áherslu á mikilvægi þessa málaflokks til jafns við vottun og eftirlit með flugrekstri og lofthæfi.