Skattahækkun vofir yfir breskum auðjöfrum ef boðaðar skattahækkanir í fjárlagafrumvarpi George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, ná fram að ganga. Í fjárlagafrumvarinu fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir því að skattur á fólk í hærri tekjuflokkum hækki um 1% auk þess sem sú upphæð sem auðugir einstaklingar geta lagt inn á séreignasparnað sem ekki er skattlagður lækki um 10 þúsund pund. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að álögurnar skili tveimur milljörðum punda í breska ríkiskassann.

Í umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um fjárlagafrumvarpið segir að Osborne hafi verið harðlega gagnrýndur vegna niðurskurðar til velferðarmála. Hann hefur vísað því á bug að fátækir Bretar verði látni koma þjóðarskútunni á réttan kjöl. Þvert á móti verði byrðarnar settar á herðar þeirra sem efni hafa á þeim.