Ewa Kopacz, fráfarandi forsætisráðherra Póllands, tilkynnti í dag að ríkisstjórn flokks hennar segði af sér stjórnarsetu eftir að hafa tapað fyrir keppinauti sínum í allsherjarkosningum. Þá hafði flokkur hennar verið við stjórnvölinn í heil átta ár.

Ewa er í frjálslynda flokknum Civic Platform sem úleggst á íslensku sem Vettvangur fólksins, en flokkurinn sem sigraði í kosningunum er íhaldsflokkurinn Law and Justice, eða Lög og réttlæti.

Kopacz flutti áhrifamikla ræðu við tilkynninguna þar sem hún lýsti því yfir að þótt flokkur hennar sæti nú í stjórnarandstöðu myndi hann ekki láta sitt eftir liggja við að veita nýrri stjórn nauðsynlegt aðhald.

Beata Szydlo, varaformaður Laga og réttlætis, mun taka við sem forsætisráðherra að henni brottfallinni.