*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 18. október 2013 07:43

Risagróðurhús ríki í Grindavík

125 störf gætu orðið til reisi hollenska fyrirtækið EsBro 150 þúsund fermetra gróðurhús.

Ritstjórn

Hollenska fyrirtækið EsBro áformar að reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús í útjaðri Grindavíkur. Stærðin jafngildir 20 knattspyrnuvöllum. Áætlað er að kostnaður við framkvæmdina muni nema á milli 5-6,5 mlljörðum króna. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að í gróðurhúsinu verði stunduð lífræn ræktun á tómötum sem verði seldir til Bretlands. Samningur er þegar fyrir hendi við birga á Bretlandi sem m.a. sjá bresku stórvöruversluninni Tesco fyrir vörum. 

Gert er ráð fyrir því að um 125 störf verði til rísi gróðurhúsið. Fulltrúar EsBro funduðu með íbúum Grindavíkur á miðvikudag. 

Stikkorð: Grindavík Gróðurhús