Hagnaður Coca Cola var meiri á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir. Hagnaður félagsins var 37% meiri en gert var ráð fyrir og er helsta ástæða þess aukin hagnaður fyrir á nýjum mörkuðum. Félagið jók til að mynda mjög sölu sína í löndum eins og Kína, Rússlandi og Suður Afríku.

Þessi niðurstaða er mjög jákvæð fyrir félagið en þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð sem félagið skilar betri afkomu en greiningardeildir gerðu ráð fyrir. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir nýjan forstjóra félagsins Neville Isdell og eykur mönnum vonir um að hann sé að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl.