Veitingahúsakeðjan Ruby Tuesday hefur tilkynnt um lokum 95 veitingastaða, sem er meira en 13% allra veitingastaða keðjunnar, fyrir september.

Ekki kom fram hvaða stöðum yrði lokað, en keðjan starfrækir 724 veitingastaði út um öll Bandaríkin, þar af eru 646 í eigu fyrirtækisins sjálfs.

Forstjóri fyrirtækisins, J.J. Buetgen, sagði að „Ákvörðunin um að loka væri erfið en nauðsynlegt skref að taka til að styrkja fyrirtækið.“

Kom fram í fjárhagsuppgjöri fyrirtækisins fyrir ársfjórðunginn að sala á veitingahúsum keðjunnar hefði minnkað um 3,7%.