Vladimir Putin undirritaði í dag ný lög en með þeim hefur Rússland formlega innlimað Krímskagann frá Úkraínu. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Evrópusambandið og Bandaríkin hafi ákveðið hertari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi.

Úkraína og Evrópusambandið undirrituðu í dag samning sem styrkir tengsl ríkjanna. Við það tækifæri sögðust leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að grípa til ráðstafana þannig að ríkin yrðu síður háð orku frá Rússlandi.