Ríkisútvarpið hefur fengið um 57,5 milljarða frá aldamótum í formi ríkisframlaga. Að meðaltali hafa framlögin verið 3,8 milljarðar á ári í þessi 15 ár. Frá stofnun Ríkisútvarpsins árið 1930 hefur stofnunin fengið 154,5 milljarða króna í tekjur sem ríkisvaldið hefur tryggt henni með lagasetningarvaldi. Kemur þetta fram í pistli Óðins sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag.

Þá er átt við bein ríkisframlög, afnotagjöld, nefskatt sem er kallaður þjónustutekjur, innflutningsgjöld af útvörpum og sjónvörpum og hlutdeild í hagnaði Viðtækjaverslunar ríkisins.

Að meðaltali hafa ríkistekjur Ríkisútvarpsins verið 1,8 milljarðar á ári í þessi 85 ár. Allar þessar tölur eru á verðlagi ársins 2013.

Lesa má pistil Óðins í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .