Hlutabréf í Sainsbury féllu um 20% eftir að fjárfestingasjóðurinn Qatar Investment Authority, sem er í eigu stjórnvalda í Katar, dró til baka boð sitt í verslunarkeðjuna í framhaldi af  versnandi skilyrðum á lánamarkaði og kostnaðarsömum kröfum frá eftirlaunasjóði starfsmanna keðjunnar.

Lækkunin í Sanisbury er sú mesta síðan 1988 en bréfin fóru úr 555 pensum í 457 pens. Fyrr í vor sýndu fjárfestar Sainsbury aftur á móti mikinn áhuga og gengi bréfa í fyrirtækinu hækkuðu hratt.

Robert Tchenguiz, helsti samstarfsaðili Kaupþings á Bretlandseyjum og stjórnarmaður í Exista fer með um 10% hlut í Sainsbury.