Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus sagði í samtali við vb.is að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri nauðsynleg. “Það er ekki að skilja almenning í landinu eftir í óvissu um svona alvarlegt mál og láta fyrirtækið sitja saklaus undir ásökunum um ólöglegt samráð. Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins mættu til okkar í morgun og tóku afrit af gönum úr tölvum starfsfólks. Auk þess fóru þeir í gegnum alla pappíra á skrifstofunni hjá mér og tóku með sér hálfan kassa af göngum. Ég á ekki von á öðru en að Samkeppniseftirlitið flýti rannsókn málsins eins og kostur er því við erum saklausir af öllum ásökunum um samráð, “ sagði Guðmundur.