Viðbrögð við sölu á 6,2 % hlut franska ríkisins í Fance Telecom skilaði ríkinu einungis 3,4 milljörðum evra en bjartsýnustu spár höfðu hljóðað upp á 4,5 milljaða evra. Franska ríkið, sem enn á 34,9% hlut í símafélaginu, mun nýta andvirði söluverðsins til að fjármagna herferð gegn atvinnuleysi og niðurgreiðslu skulda.

Einkavæðingarnefnd bárust sem kunnugt er 14 óbindandi tilboð í hlut ríkisins í Landsíma Íslands og hefur þar af 12 aðilum og hópum verið boðið að gera bindandi tilboð í símafélagið fyrir júlílok. Ekkert verð hefur verið sett á Símann af hálfu íslenska ríkisins.