Claudio-Albrecth, forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Actavis, segir að sala félagsins munu aukast töluvert á þessu ári samanborið við árið 2011 og nema yfir 2 milljörðum evra. Einkaleyfi sem renna út í Evrópu og aukin eftirspurn í Bandaríkjunum skýra aukninguna, segir hann í samtali við Reuters fréttastofu.

Actavis taldist lengi íslenskt fyrirtæki og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fyrirtækið flutti höfuðstövar sínar til Sviss og hefur nú verið selt til lyfjafyrirtækisins Watson. Samkeppnisyfirvöld hafa heimilað yfirtöku Watson og búist er við að samningar verði frágengnir í næsta mánuði.

Söluaukningin á þessu ári er talin í tveimur tölustöfum og segir forstjórinn að hagnaður aukist hraðar en tekjur.