Sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson segir að sala hjá fyrirtækinu hafi dregist saman um 21% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Minnkandi sala á Indlandi er sögð vera stór ástæða fyrir þessari þróun og dróst eins sala í Norður-Ameríku um 23% á árinu.

Ericsson hefur notið góðs af innleiðingu 5G-kerfisins í Norður-Ameríku og var gert ráð fyrir frekari fjárfestingum í ársbyrjun 2024. Ferlið hefur hins vegar ekki gengið eins hratt fyrir sig og búist var við og ofan á það bættist samdráttur við í netsölu í Suðaustur-Asíu og Eyjaálfu um 42%.

Rannsóknarfyrirtækið Dell‘Oro gerir ráð fyrir því að hinn alþjóðlegi netbúnaðarmarkaður muni dragast saman um 4% á þessu ári. Ericsson sagði hins vegar í dag að þetta gæti verið jákvæð þróun þar sem viðskiptavinir verða áfram varkárir með fjárfestingar sínar.

„Við gerum ráð fyrir frekari samdrætti á þessum markaði, að minnsta kosti út þessa árs,“ sagði framkvæmdastjóri Borje Ekholm.

Ef núverandi þróun heldur hins vegar áfram ætti að vera hægt að ná stöðugleika í sölu á seinni hluta þessa árs. Nýir samningar frá AT&T hafa til að mynda dælt inn 14 milljörðum dala í netbúnaðarkerfið og ætti það að nægja fyrir viðskiptavini í Norður-Ameríku að svo stöddu.