*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 7. mars 2021 13:55

Samdráttur hjá Skaganum 3X vegna Covid

Tekjur móðurfélags Skagans 3X, dróst saman um 55% á fyrstu átta mánuðum ársins 2020 vegna heimsfaraldursins.

Ingvar Haraldsson
Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X.
Haraldur Guðjónsson

Tekjur I.Á. Hönnunar ehf., móðurfélags Skagans 3X, dróst saman um 55% á fyrstu átta mánuðum ársins 2020 miðað við sama tímabil fyrir ári, vegna heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar félagsins með ársreikningi ársins 2019. Stjórnendur félagsins telja fyrst og fremst um tímabundinn samdrátt að ræða og hliðrun á tekjum.

Félagið hafi dregið úr útgjöldum, einkum launakostnaði, og þá hafi framleiðslukostnaður einnig lækkað. Eiginfjárhlutfall hafi því einungis lækkað um 2% á tímabilinu.

Samstæða Skagans 3X velti 7,1 milljarði króna árið 2019 miðað við tæplega 8,7 milljarða króna hagnað árið 2018. Þá dróst hagnaður félagsins saman úr 740 milljónum í 234 milljónir króna milli ára.

Eignir félagsins námu 7,1 milljarði í árslok 2019 og eigið fé 3,4 milljörðum.

Í lok febrúar var gengið frá kaupum Baader á meirihluta í Skaganum 3X. Félagið var fram til þess í eigu hjónanna Ingólfs Árnasonar og Guðrúnar Agnesar Sveinsdóttur. Ingólfur verður áfram forstjóri félagsins.