Sérfræðingar telja að útgáfa ríkisskuldabréfa muni aukast mikið á næstunni á evrusvæðinu. Ríkisstjórnir munu grípa til þessa úrræðis til þess að vega upp á móti minnkandi skatttekjum vegna niðursveiflunnar og þar af leiðandi má búast við lélegri frammistöðu á eftirmarkaðnum með evrópsk ríkisskuldabréf næstu misseri.

Skatttekjur á evrusvæðinu hafa fallið samhliða minnkandi hagvexti á þessu ári, en sem kunnugt er dróst hagvöxtur saman um 0,2% á öðrum fjórðungi og fæstir vænta viðsnúnings á þessum fjórðungi.

Þetta gerir það að verkum að ríkisstjórnir neyðast til að gefa út skuldabréf til þess að geta staðið við þau fjárlög sem þær vinna eftir.

Dow Jones-fréttaveitan hefur Jan von Gerich, sérfræðingi í skuldabréfum hjá Nordea, að þótt einstaka stjórnvöld ákveði ekki að auka útgjöld í niðursveiflunni verði þau samt sem áður undir þrýstingi um að gefa út skuldabréf til þess að taka upp þann slaka í ríkisfjármálum sem myndast við minnkandi skatttekjur.