Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur gert samning um starfslok við Guðmund Þóroddsson, en Guðmundur hefur verið í leyfi frá störfum sínum sem forstjóri OR, meðan hann gegndi störfum sem forstjóri Reykjavík Energy Invest.

Stjórnarfundi OR var að ljúka þar sem gengið var frá samningnum.

Samningurinn um starfslokin er í samræmi við ráðningarsamning Guðmundar og tekur gildi um mánaðamótin. Til stóð að Guðmundur tæki við að nýju starfi sínu hjá OR hinn 1. júní.

Hjörleifur Kvaran verður enn um sinn áfram forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi forstjóra REI.