Samúel Örn Erlingsson, sem var íþróttafréttamaður RÚV um árabil, tók sæti á Alþingi í dag. Samúel er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi. Hann leysir Siv Friðleifsdóttur af að minnsta kosti tvær næstu vikur.

Við upphaf þingfundar í dag sór Samúel drengskaparheit við stjórnarskránna.  Ásamt honum tekur Guðný Hrund Karlsdóttir sæti á þingi sem annar varaþingsmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Bæði Samúel og Guðný taka nú sæti á Alþingi í fyrsta sinn.