Nicolas Sarkozy fráfarandi forseti Frakklands mun hefja störf að nýju sem lögmaður í september. Þetta segir Patrick Balkany náinn vinur Sarkozy.

Sarkozy mun missa friðhelgi sitt sem fylgir forsetaembættinu. Hann á því á hættu að verða saksóttur fyrir kosningasvindl í aðdraganda frönsku forsetakosninganna 2008.

Þá á Liliane Bettencourt, sem er ríkasta kona Frakklands og erfingi snyrtivörurisans L'Oreal, að hafa styrkt Union pour un Mouvement Populaire, flokki Sarkozy, með fjölmörgum greiðslum í reiðufé. Þessu hélt Claire Thibout, fyrrverandi endurskoðandi Bettencourt, fram árið 2010. Sarkozy hefur ítrekað neitað þessu.