Seðlabankar heimsins verða að hafa hemil á verðbólgu í kjölfar þess að þeir hafa dælt fjármagni inn í efnahagslífið. Þetta segir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Mikilvægt er að þeir skrúfi fyrir útflæðið á hárréttum tíma, að sögn ráðherrann.

Reuters-fréttastofan hefur upp úr erindi ráðherrans í Bangkok í Taílandi, að þetta eigi öðru fremur við seðlabanka Bandaríkjanna, í Evrópu og Japan, sem hafi fært stýrivexti niður í gólf á sama tíma og þeir hafa keypt eignir banka og fjármálafyrirtækja í skiptum fyrir lausafjármagn í því skyni að blása í glæður efnahagslífs landanna.

Fréttastofan rifjar upp, að rætur fjármálakreppunnar sem enn hrjáir heimshagkerfið, liggja í nær óheftu aðgengi að fjármagni.