Jón Ásgeir Jóhannesson segir í ítarlegu svari á vefmiðli norska sjónvarpsins NRK að upplýsingar blaðamanns, sem lágu til grundvallar um hann og skuldir Baugs á Íslandi, séu byggðar á upplýsingum frá Jóni Gerald Sullenberger og Davíð Oddssyni en þeir séu báðir með með sig á heilanum og haldnir þráhyggju (norska: tvangstanke).

NRK var með umfjöllun um veldi Jóns Ásgeirs í gær en blaðamaður sjónvarpsins var hér á landi fyrir hálfum mánuði síðan og aflaði þá ítarlegra upplýsinga. Einnig fór hann til Miami í Flórída til að ræða við Jón Gerald Sullenberger.

Í svari sínu segir Jón Ásgeir að hann hafi reynt að vinna með starfsmanni NRK en fljótlega hafi verið ljóst að hann var búinn að mynda sér skoðun á málinu og því hafi óskir um upplýsingar eingöngu verið settar fram til að styðja undir fyrirframgefnar skoðanir.