Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að sekta tölvufyrirtækið Microsoft um 140 milljónir bandaríkjadollara vegna meints undanskots frá skatti. Þetta kemur fram í frétt frá Xinhua sem er kínverskur ríkismiðill en þar er Microsoft ekki nefnt á nafn, heldur aðeins talað um fyrirtæki sem byrjar á „M“ og hefur nákvæmlega sömu fjárhagsupplýsingar og Microsoft.

Í frétt Xinhua kemur fram að þrátt fyrir að tap sé á rekstri Microsoft í Kína þá sé raunverulegur hagnaður fyrirtækisins reiknaður í erlendum skattaskjólum og að Microsoft hafi viðurkennt undanskotið.

Þótt Microsoft hafni þeim ásökunum sem birtast í Xinhua hefur fyrirtækið ákveðið að greiða kínverskum 140 milljónirnar án þess þó að viðurkenna greiðsluna sem sekt. Þá segir fyrirtækið að greiðslan sé í samræmi við samkomulag á milli kínverskra stjórnvalda og Microsoft frá árinu 2012.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times.