Brown-Forman Corp. hefur nú ákveðið að selja viskýmerkið Southern Comfort til Sazerac Co., fyrirtækisins á bak við Fireball Cinnamon Whiskey. Kaupverðið nemur einhverjum 533 milljónum bandaríkjadala, eða 69 milljörðum íslenskra króna.

Southern Comfort varð vinsælt á sjötta áratugnum eftir að Janis Joplin auglýsti viskýið sem eftirlætisdrykk sinn, en síðan þá hefur það tapað markaðshlutdeild á viskýmarkaðnum fyrir tegundum á borð við Fireball.

Brown-Forman hyggjast einbeita sér fremur að viskýtegundum sínum sem betur gengur að selja, eins og Jack Daniels. Gengi hlutabréfa Brown-Forman hækkaði um 1,2% í dag í kjölfar frétta um kaupin.