Viðskiptablaðið hefur gefið út 14 blaðsíðna sérblað með greinarflokki blaðsins um NTH-viðskiptafléttu FL Group og Fons.

Stjórnendur FL Group og Fons reyndu að leysa ýmis vandræði sem félögin voru í með blekkingarleik.

Greinarflokkurinn byggir á gögnum sem voru afrituð í ítarlegri húsleit sem starfsmenn skattrannsóknarstjóra framkvæmdu í höfuðstöðvum FL Group, sem þá hafði tekið upp nafnið Stoðir, þann 11. nóvember 2008. Þar var lagt hald á ýmiskonar bókhaldsgögn, kaupsamninga, viðskiptaáætlanir, samkomulög og aragrúi tölvupóstsamskipta afrituð. Um er að ræða hundruð blaðsíðna af trúnaðargögnum.

Greinarnar birtust í þremur hlutum í Viðskiptablaðinu í september.

Áskrifendur geta nálgast sérblaðið hér . Hægt er að gerast áskrifandi að Viðskiptablaðinu hér .