Stór hluti Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu í dag verður tekin undir umræðu um vaxtahækkun Seðlabankans og þau skilaboð sem mátti lesa út úr Peningamálum bankans. Í þáttinn koma Snorri Jakobsson sérfræðingur hjá Kaupþing banka, Ingvar Arnarsson sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka og Björn Rúnar Guðmundsson sérfræðingur hjá Greiningardeild Landsbankans.

Í lok þáttarins verður síðan rætt við Sigmar Þormar sem öllum mönnum betur kann tökin á því að ná utan um skjalaflóð nútímans.

Þátturinn er endurfluttur kl. 01 í nótt og er þar að auki aðgengilegur hér á Viðskiptavefnum.