*

miðvikudagur, 27. janúar 2021
Innlent 18. nóvember 2020 12:19

Sett ofan í við Júpiter og Íslandssjóði

FME Seðlabankans segir eftirliti áhættustýringar sjóð- og eignarstýringar Íslandsbanka og Júpíters hafa verið ábótavant.

Ritstjórn
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er enn í til húsa í Turninum við Bríetartún þar sem starfsemin var áður en hún sameinaðist inn í Seðlabankann.
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur gert athuganir á frávikum frá fjárfestingarheimildum hjá bæði Júpiter rekstrarfélagi (nú Kvika eignastýring hf.) og Íslandssjóðum og gert athugasemdir við þau.

Athugun fjármálaeftirlits Seðlabankans fól í sér yfirferð yfir verkferla og eftirlitskerfi fyrirtækjanna, viðtöl við starfsmenn áhættustýringar og sjóðsstjóra um daglegt eftirlit og samskipti, auk úrtaks úr færslum sjóða, en þær fóru fram í febrúar og mars á þessu ári en niðustaðan lá fyrir í október.

Mismunandi athugasemdir hjá hvoru fyrirtæki fyrir sig

Samkvæmt því segir Fjármálaeftirlitið að eigin eftirlit bæði Íslandssjóða og Júpiters á því að sjóðir í rekstri félaganna fylgi takmörkunum á eignasafni verðbréfa- og fjárfestingarsjóða samkvæmt lögum um verðbréfasjóði frá 2011 hafi verði ábótavant.

Athugsemdin hjá Íslandssjóðum vísar í töluliði laganna sem segja að verðbréfasjóðum sé óheimilt að eignast meira en 10% af skuldaskjölum einstakra útgefenda verðbréfa sem og meira en 10% af peningamarkaðsgrerningum einstrakra útgefenda.

Athugasemdin hjá Júpiter vísar í tölulið laganna sem segir að verðbréfasjóðum sé óheimilt að eignast meira en 10% af hlutabréfum án atkvæðisréttar í einstöku hlutafélagi.

Jafnframt er sagt að verkferlar vegna eftirlits áhættustýringar á frávikum sjóða frá fjárfestingarheimildum Júpiters hafi ekki verið fullnægjandi samkvæmt reglugerð frá 2014 um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans segir að ekki hafi önnur frávik við fylgni við fjárfestingarheimildir laga ekki komið í ljós því þau hafi öll verið tilkynnt innan tímamarka.