Yfir­völd í Bret­landi hafa gefið Red­bird IMI, fjár­festinga­fé­lag sem Sheikh Man­sour bin Za­yed al-Nahy­an vara­for­seti Sam­einuðu arabísku fursta­dæmanna fer fyrir, aukinn frest til að róa á­hyggjur Breta um fyrir­huguð kaup fé­lagsins á Telegraph sam­stæðunni.

Fjár­festinga­fé­lagið lagði fram 600 milljón punda kaup­til­boð í fjöl­miðla­fyrir­tækið sem sam­svarar um 104 milljörðum króna á gengi dagsins.

Red­bird IMI er í eigu Sheikh Man­sour og banda­ríska fjár­festinga­fé­lagsins Red­bird Capi­tal Partners en á­hyggjur breskra yfir­valda snúast að því að sala fjöl­miðilsins til vara­for­seta SAF gæti verið skað­leg fyrir frjálsa fjöl­miðlun í landinu.

Lucy Frazer, menningar­ráð­herra Bret­lands, gaf fé­laginu frest til dagsins í dag til þess að róa á­hyggjur yfir­valda um hvernig eignar­haldinu verður háttað. Þeim fresti hefur nú verið seinkað til þriðju­dagsins í næstu viku.

Stjórnar­frum­varp hefur verið lagt fram í breska þinginu sem myndi koma í veg fyrir söluna en verði frum­varpið að lögum bannar það eignar­hald er­lendra ríkja á fjöl­miðlum í landinu.

Lloyds banki tók yfir fjöl­miðla­sam­stæðuna eftir að eig­endur þeirra, Barclay-fjöl­skyldan, náði ekki að komast að sam­komu­lagi um endur­skipu­lagningu á 1 milljarða punda skuld. Fjár­festinga­bankinn Gold­man Sachs sér um upp­boðið á Telegraph.

Við­skipta­blað the Guar­dian greinir frá því að ef Red­bird verður meinað að kaupa fjöl­miðla­sam­stæðunni er fjár­festinga­fé­lagið DMGT, sem á meðal annars Daily Mail, lík­legt til að kaupa Telegraph.

Sir Paul Mars­hall, með­eig­andi GB News sjón­varp­stöðvarinnar í Bret­landi, fer fyrir DMGT-hópnum.

Rupert Mur­doch er síðan sagður á­huga­samur um að kaupa tíma­ritið Spectator sem er hluti af fjöl­miðla­sam­stæðunni.