Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins og hafa þau þegar hafið störf hjá samtökunum.

Steinunn Pálmadóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Steinunn er með MA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með héraðsdómslögmannsréttindi. Hún kemur frá LEX lögmannsstofu þar sem hún starfaði sem fulltrúi og sinnti meðal annars málflutningi.

Úlfar Biering Valsson hefur verið ráðinn hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Úlfar er með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann kemur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem hann starfaði í hagdeild og sinnti meðal annars greiningum á húsnæðismarkaði.